Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 84. fundur,  21. mars 2023.

utanríkis- og alþjóðamál 2022.

852. mál
[14:37]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi síðari spurningu hv. þingmanns þá vil ég segja að ég tel mikinn sóma að því hvernig til að mynda gekk með þessi verkefni okkar fólks í Tyrklandi. Við fundum þar þennan mikla vilja inni í kerfinu frá fólki, sjálfboðaliðum, félagasamtökum o.s.frv. Ég tel að það væri mjög gott ef við gætum byggt á því. Það þarf að vanda undirbúning, það þarf að byggja upp þekkingu og svo viðhalda henni, sem er auðvitað mikil vinna. Ég held að það væri mjög til bóta að við myndum leggja aukna áherslu á þetta vegna þess að við finnum að það er vilji hjá þessum einstaklingum til að láta gott af sér leiða og þá er í mínum huga það minnsta sem við getum gert að styðja frekar við það og tryggja að við höldum þessari þekkingu og getu til að bregðast við með þeim hætti.