139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[17:08]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Já, það væri óskandi að við hv. þingmaður kæmumst í það á kjörtímabilinu að ræða þær tillögur sem vonandi koma frá stjórnlagaráði um breytingar á stjórnarskránni. Þá kemur í ljós hvað hann vill breyta miklu. Ég geri ekki lítið úr því að það er umræða sem ég hlakka til að eiga.

Það er ljóst að þetta er sama fólkið og fékk kjörbréf í þeirri kosningu sem hefur verið ógild en það er ekki lengur þjóðkjörið. Það verður skipað af Alþingi. En enginn vafi á því að þetta fólk nýtur trausts fjölda Íslendinga. Ég tel að Alþingi hafi aldrei fyrr getað skipað í nefnd með jafngóðum leiðarvísi að því hvaða fólki það á að treysta fyrir mikilvægum verkefnum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)