144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[22:23]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér þykir eiginlega miður að allur þessi dagur og allt þetta kvöld skuli hafa farið í að rífa niður mjög augljóslega gallað frumvarp í staðinn fyrir að gera eitthvað uppbyggilegt eins og að ræða þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar. Mig langaði bara til að koma því á framfæri að ég skil ekki þessa forgangsröðun. Mér finnst þetta mjög furðulegt.