145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:54]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Fangar hafa mjög litla framfærslu meðan á afplánun stendur og eiga jafnvel ekki fyrir afmælis- og jólagjöfum handa börnum sínum. Mataröryggi er ekki nægilega tryggt í fangelsum og þessi regla er því ekki góð að okkar mati sem greiðum atkvæði gegn þessari grein. Við leggjum til að þetta verði eitt af því sem verði farið yfir við heildarendurskoðun á málaflokknum í þágu betrunar.