149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[18:01]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að þetta sé nákvæmlega verkefnið. Hv. þingmaður dró það vel fram í sínu seinna innleggi að fjármálaáætlunin er til að örva efnahagslífið öðrum þræði og ríkissjóður virkar með þessum hætti sem það sveiflujafnandi tæki sem við þurfum á að halda.

Um ráðstöfun inn á varasjóði og við séum með því að búa til óvissu þá skulum við fara vandlega yfir það í vinnunni í hv. fjárlaganefnd hvað þetta raunverulega þýðir. Að mínu viti er þetta eðlileg varúðarfærsla í þeirri óvissu sem er. Við skulum fara í gegnum það saman. Ég tek undir það með hv. þingmanni að við eigum í sjálfu sér ekki að þurfa, með jafn öflugt stefnumótunartæki sem lög um opinber fjármál eru, að hafa mjög mikla óvissu um ráðstöfun fjármuna til mjög langs tíma. Út úr því ætluðum við einmitt að komast.