150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

683. mál
[11:18]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Ég er ekki alveg viss um að ég hafi náð spurningu hv. þingmanns. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðir eða nýbyggingar nær fyrst og síðast til einstaklinga. Það hefur líka komið í ljós að þetta nær til félagasamtaka, eins og t.d. orlofssjóða verkalýðshreyfingarinnar sem benti okkur á að það gæti verið skynsamlegt að þau féllu þar undir. Það kom í ljós að þau gera það. Við vildum hins vegar láta reyna á það að virðisaukaskattur yrði endurgreiddur af fráveituframkvæmdum. Ég er sjálfur hlynntur því að það skuli gert. Það var hins vegar ákveðið að fara aðra leið, að beinar fjárveitingar yrðu til fráveituframkvæmda á vegum sveitarfélaga. Ég get alveg skilið það en hefði hins vegar haldið (Forseti hringir.) að það væri betri kostur fyrir sveitarfélögin en líka fyrir náttúruvernd á Íslandi, það væri hvati fyrir sveitarfélögin í formi þess að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af þessum framkvæmdum.