150. löggjafarþing — 84. fundur,  30. mars 2020.

aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

683. mál
[19:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þessar breytingartillögur og stöndum að þeim. Við styðjum líka önnur ákvæði sem eru í frumvarpinu en um leið krefjumst við þess að stjórnvöld komi innan fárra daga með nýjan aðgerðapakka sem snýr sérstaklega að rekstri heimila og vinnur gegn halla á kynskiptum vinnumarkaði og lækkuðu hlutfalli kvennastarfa, að sérstaklega verði tekið á málefnum sveitarfélaganna og síðast en ekki síst að horft verði til smárra fyrirtækja, til sjálfstætt starfandi og til viðkvæmra sprota sem þurfa aðstoð til að geta dafnað við þessar aðstæður.