Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 84. fundur,  2. júní 2022.

matvæli og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

475. mál
[19:34]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Herra forseti. Mig langaði bara að koma hérna örstutt upp og lýsa því yfir að ég er sammála þessu frumvarpi. Ég var því miður erlendis þegar frumvarpið fór í gegnum atvinnuveganefnd og hefði því nefndarálitið verið frá atvinnuveganefnd allri ef ég hefði náð að koma samþykki mínu þar inn. Ég tel mjög mikilvægt að við göngum frá þessu sem fyrst því eins og hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir benti á þá hefur þetta áhrif á innflutning, í gegnum Bretland, á lífrænum vörum. Það er ótækt að við lögum það ekki sem allra fyrst og ég vona að við hreinlega gerum það með því að láta þetta frumvarp ganga hratt og vel í gegnum 2. umr. og atkvæðagreiðslu og síðan 3. umr. og atkvæðagreiðslu.