140. löggjafarþing — 85. fundur,  18. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[17:39]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef hv. þingmaður skoðar vel bls. 2 í greinargerðinni sem hann vitnar í, þar sem verið er að vitna í álit Ríkisendurskoðunar á því hvernig staðið hefur verið að þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar á Stjórnarráðinu, ætti þingmaðurinn að taka eftir því að vitnað er til þess í gæsalöppum, þar sem tilvitnunin byrjar og þar sem tilvitnuninni lýkur.

Síðan er hinn þátturinn sem þingmaðurinn vitnar í sem kemur fram í átta töluliðum og þar er ekki verið að vitna í álit Ríkisendurskoðunar. Mér finnst þetta vera alveg skýrt af því að tilvitnanir Ríkisendurskoðunar eru hafðar innan gæsalappa og hún gefur þeim breytingum sem gerðar hafa verið á Stjórnarráðinu hingað til mjög góða einkunn.