140. löggjafarþing — 85. fundur,  18. apr. 2012.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

727. mál
[18:12]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri þingsályktunartillögu sem hér er til umræðu. Þetta er afrakstur vinnu sem hefur verið í gangi síðan 1999 eða í 13 ár. Þannig var að faghópar á mismunandi sviðum sérfræðinga röðuðu virkjunarkostum og bjuggu til langa runu af þeim kostum sem til boða stóðu út frá ýmsum sjónarmiðum sem þar voru uppi. Eftir að þeim hafði verið raðað var gerð einhvers konar skoðanakönnun þar sem tilfinningarnar voru látnar ráða og menn fóru eiginlega þvert gegn þeirri röð sem 13 ára vinna lá að baki. Þegar því var lokið setjast tveir ráðherrar niður við borð og breyta röðinni enn og aftur. Eru þetta fagleg vinnubrögð? Eru (Forseti hringir.) þetta traustvekjandi vinnubrögð?