141. löggjafarþing — 85. fundur,  21. feb. 2013.

ársreikningar.

94. mál
[11:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Tillaga hv. þingmanns er góðra gjalda verð en hún krefst annars vegar nánari athugunar á framkvæmanleika og hins vegar lögmæti og samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar landsins. Ég lýsi því yfir að í þeirri vinnu sem fram undan er við að taka á kennitöluflakki og skattsvikum er full ástæða til að kanna frekar möguleika á því að koma við slíkum atriðum sem hv. þingmaður leggur hér til. Því miður verður þess vegna að fella breytingartillöguna á þessu stigi málsins en ég þakka hv. þingmanni fyrir að hafa flutt hana og vakið athygli á málinu og þakka þann góða hug sem að baki býr.