144. löggjafarþing — 85. fundur,  25. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[16:00]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Það er annað sem mér finnst athyglisvert í þessu frumvarpi, það er talað mikið um þverpólitíska samvinnu og sögulega séð er hefð fyrir þverpólitísku samráði um þróunarsamvinnu og sem betur fer hefur það verið þannig. Það er fjallað um það í greinargerð með 3. gr. frumvarpsins en síðan er aðeins lagt til að það verði fimm þingmenn í nefndinni sem fjallað er í 3. gr. Þá er greinilega ekki gert ráð fyrir því að það komi einn frá hverjum stjórnmálaflokki vegna þess að þingflokkarnir á Alþingi eru sex. Hvað vill hv. þingmaður segja um þetta svokallaða þverpólitíska samráð?