Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar.

715. mál
[16:33]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég tel ekki að friður og öryggi í heiminum verði tryggt í gegnum hernaðarbandalög. Ég hins vegar virði sjálfsákvörðunarrétt þjóða og Svíar og Finnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sækja um aðild að NATO, félagsskap sem ég myndi helst vilja sjá Íslendinga ganga út úr, en það er þeirra ákvörðun að sækja þar um inngöngu og þess vegna greiði ég ekki atkvæði með þessari tillögu.