133. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2007.

mælendaskrá í athugasemdum.

[10:52]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði einmitt að vekja athygli á því að það fór ekki fram hjá mér að fjöldi þingmanna var á mælendaskrá og hafði óskað eftir orðinu en hæstv. forseti ákvað hins vegar að veita einum tilteknum alþingismanni, (Gripið fram í: Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.) hæstv. forsætisráðherra, orðið og taka hann fram fyrir röð annarra.

Ég spyr: Á hvern hátt réttlætir hæstv. forseti þingsins þessa skipan og þessa ákvörðun? Ég vil segja það fyrir mitt leyti að ég tel þetta mjög óeðlilegt. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: … komi upp.)