Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar.

715. mál
[16:22]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Samfylkingin öll, þingflokkur Samfylkingarinnar allur, styður þessa tillögu. Við fögnum því sérstaklega að akkúrat þessar góðu nágrannaþjóðir okkar skuli bætast við í bandalagið. Þær eru þekktar af því að leggja áherslu á svipuð gildi og Íslendingar á sviði friðar, lýðræðis og mannréttinda og ég tel að það styrki samtökin sérstaklega að fá fleiri málsvara slíkra gilda inn í NATO.