136. löggjafarþing — 86. fundur,  23. feb. 2009.

mál á dagskrá.

[17:40]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Ég kalla eftir upplýsingum um dagskrá þingfundar á morgun, þ.e. hvort fyrirhugað sé að óundirbúinn fyrirspurnatími færist til morgundagsins. Ég skil hæstv. forseta þannig að ekki verði boðað til fundar í dag heldur flytjist hann til morgundagsins.

Að öðru leyti ítreka ég að við þingmenn sem erum hér mætt til fundar erum reiðubúin til að ræða mál sem snerta hag heimilanna og atvinnulífsins í landinu. Það er ekkert að okkar mati sem kemur í veg fyrir að þau mál séu rædd og tekin til afgreiðslu í þinginu og send til nefnda í vinnu en það er greinilegt af fjölmiðlum að forsætisráðherra telur eitthvað því til fyrirstöðu. Hæstv. forsætisráðherra skuldar þjóðinni og þinginu skýringar á því hvað það er í seðlabankamálinu sem er til eðlilegrar meðferðar í viðskiptanefnd sem kemur í veg fyrir að slík mál séu rædd á þinginu. Það er fullkomlega óljóst.