138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[11:17]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Afstaða mín í þessu máli og þá gagnvart kynjakvótanum er nokkuð snúin. Í prinsippinu er ég ekki hlynnt kynjakvóta, hvorki í stjórnmálum né atvinnulífinu. Jafnrétti er í mínum huga breiðara hugtak en að það gildi bara um jafnrétti kynjanna og á ýmsa hallar meira en konur í þessu samfélagi. Hins vegar hallar á konur í stjórnum íslenskra fyrirtækja og staðan virðist vera að versna. Það réttlætir að mínu mati að einhverju leyti inngrip sem þetta. Ég hef því ákveðið að fara að dæmi hæstv. ríkisstjórnar og standa aðgerðalaus á hliðarlínunni og sjá hvað setur. Ég greiði því ekki atkvæði.