141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

mál á dagskrá.

[15:45]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Þetta eru miklar fréttir fyrir mig. Ég taldi ástæðuna fyrir því að þetta mál væri tekið út af dagskrá þá að þingflokkur Vinstri grænna þyrfti eitthvað að skoða málin betur en ekki vegna þess að hæstv. ráðherra væri ósáttur við það með hvaða hætti nefndin tekur mál út og í hvaða röð það er gert.

Þá er það kannski bara upplýst hér með að það er innanríkisráðherra sem beitir sér gegn því að Alþingi sjálft ráði sinni dagskrá, að þingnefndirnar sýni sjálfstæði í störfum. Við það geri ég miklar athugasemdir, frú forseti.