141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

mál á dagskrá.

[15:51]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég tel rétt að hæstv. forseti minni hæstv. ráðherra á hans eigin orð fyrir nokkrum mínútum þar sem hann svaraði fyrirspurn minni og hvatti menn til að vera samkvæmir sjálfum sér.

Hæstv. ráðherra sagði við það tilefni að löggæslan og umræða um löggæslumálin væri mikilvæg og við þyrftum að ræða hana hér. Þess vegna skil ég ekki að nokkrum mínútum síðar birtist okkur nánast algerlega grímulaust andlit ráðherrans þar sem hann krefst þess að mál fari af dagskrá þar sem hann er ekki sáttur við að þingmenn komi sér saman um það þvert á flokka, meira að segja þingmenn úr hans flokki, að koma með mál hér í gegn er varðar löggæsluna, mál sem felur ráðuneytinu að smíða frumvarp.

Hvar stendur Alþingi og hvert er hlutverk þess ef ráðherrarnir geta grímulaust komið hingað (Forseti hringir.) og tekið mál af dagskrá vegna þess að þeir eru ekki sáttir við það með hvaða hætti það ber að eða í hvaða mál röð mál eru tekin út úr nefnd? (Gripið fram í: Ótrúlegt.)