141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

mál á dagskrá.

[15:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér kemur hæstv. ráðherra, þ.e. framkvæmdarvaldið, og gerir athugasemd við það hvernig nefndir þingsins, þ.e. löggjafarvaldið, vinna. Hann notar meira að segja orðalagið að nefndin „heykist á“ því að taka málið út. Ég geri miklar athugasemdir við þetta.

Fyrst ég er að tala um þetta á annað borð, frú forseti, vil ég minna á að fyrir atvinnuveganefnd liggur fullbúið frumvarp frá mér um eignarhald á kvóta og hefur legið lengi. Samt er verið að ræða hér í þingsal um eignarhald á kvóta frá öðrum aðila.