Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

hungursneyðin í Úkraínu.

581. mál
[11:17]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil bara lýsa yfir mikilli ánægju sem flutningsmaður að þessu mikilvæga máli með það hvernig bæði þingheimur og utanríkismálanefnd þingsins hefur unnið þvert á flokka í þessu máli. Sumum kann ekki að finnast þetta stórt og mikilvægt mál en það er stórt, mikilvægt og táknrænt mál fyrir okkur að styðja Úkraínu, ekki síst í þeim aðstæðum sem Úkraína er í í dag, en líka að segja nei við ofbeldi og þeim afleiðingum sem alræði, hvort sem það er fasismi eða kommúnismi, getur haft fyrir þjóðir heims. Þetta má ekki gerast aftur. Þess vegna erum við m.a. að senda þessi merki út. Við erum líka að senda merki út til ofbeldismanna, stríðsglæpamanna, eftirlýstra stríðsglæpamanna eins og Pútíns, og segja: Við þolum ekki svona. Við stöndum með Úkraínu nú eins og við gerðum þá. Ég styð eindregið þessa tillögu.