Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[11:27]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við í þingflokki Pírata munum greiða atkvæði með þessu frumvarpi og breytingartillögum meiri hlutans þar sem sannarlega er um góðar breytingar að ræða. Ég hefði viljað sjá meiri hlutann koma betur til móts við umsagnaraðila eins og Öryrkjabandalag Íslands við frumvarpið en þar voru fjölmargar tillögur sem við í minni hlutanum gerðum að okkar og unnum í samstarfi við Öryrkjabandalagið og flytjum sem breytingartillögur við frumvarpið.

Við Píratar munum einnig greiða atkvæði með breytingartillögum Flokks fólksins, enda um sjálfsagðar og mikilvægar leiðréttingar að ræða.

Mig langar svo aðeins til að ítreka það sem ég sagði hér í ræðu í gær og það er að til að ná raunverulegum árangri í þessum málaflokki þurfum við að endurhugsa almannatryggingakerfið alveg frá grunni með það að markmiði að tryggja öllum viðunandi framfærslu. Það á að vera sjálfsagður réttur okkar allra en ekki byggt á ölmusukerfi þar sem framfærslan er lág og fólk þarf að uppfylla flókin skilyrði og sæta glórulausum skerðingum. Því miður sé ég ekki ríkisstjórnina vera að fara í þá vegferð (Forseti hringir.) en á sama tíma þá mun ég og við Píratar alltaf styðja góðar breytingar.