Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

hungursneyðin í Úkraínu.

581. mál
[11:13]
Horfa

Bjarni Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Með samþykkt þeirrar tillögu sem hér liggur fyrir viðurkennir Alþingi Íslendinga þá hungursneyð sem ógnarstjórn Stalíns olli Úkraínu á árunum 1932–1933, þekkt sem Holodomor, sem hópmorð. Þingmenn fordæma harðlega þessar gjörðir sem leiddu til dauða milljóna Úkraínumanna og skora á öll lönd og samtök sem enn hafa ekki gert það að fylgja í kjölfarið og viðurkenna þessa hræðilegu atburði sem hópmorð. Ísland bætist í dag í hóp þeirra 20 þjóða sem viðurkennt hafa Holodomor sem hópmorð. Ég get nefnt hér Ástralíu, Búlgaríu, Georgíu, Ekvador, Eistland, Kanada, Kólumbíu, Lettland, Litháen, Mexíkó, Moldóvu, Þýskaland, Paragvæ, Perú, Pólland, Portúgal, Bandaríkin, Ungverjaland, Tékkland og nú Ísland.