Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 86. fundur,  23. mars 2023.

almannatryggingar og félagsleg aðstoð.

533. mál
[12:03]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér hefði mátt hafa góðan hug, jafnrétti og mannréttindi í huga. Hér er verið að biðja um breytingu á því, sem var sett í lög fyrir ekki svo löngu síðan, að ákveðinn hópur ellilífeyrisþega fær 10% minna en lægsti ellilífeyririnn. Hvers vegna í ósköpunum? Hvernig dettur einhverjum þetta í hug? Þú þarft ákveðinn ellilífeyri til að lifa af en það er einhver ákveðinn hópur sem á að fá 10% minna. Þeir fullkomnuðu þetta algerlega ríkisstjórnin vegna þess að þeir tóku upp krónu á móti krónu skerðingar aftur. Allir flokkar lofuðu í síðustu kosningum að taka út krónu á móti krónu skerðingar. Það er búið að gera það á öryrkjum, króna á móti krónu skerðingar voru komnar niður í 65 aura á móti krónu, en þarna settu þeir krónu á móti krónu á þennan hóp sem þeir voru búnir að setja 10% undir lágmarksellilífeyri. Skýrið þetta út fyrir mér og reynið að verja þetta. Hvers vegna í ósköpunum breytið þið þessu ekki? Óskiljanlegt.