144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

svör við fyrirspurn.

[16:31]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Hér sitja ráðherrar í óundirbúnum fyrirspurnatíma og fá fyrirspurnir sem þeir reyna að svara með einum eða öðrum hætti. Þá erum við þingmenn, þeir sem spyrja eða einhverjir aðrir, ósátt við svörin. Þá leggur hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir til þinghlé svo fólk geti undirbúið sig undir óundirbúnar fyrirspurnir. (Gripið fram í: Dálítið góð hugmynd.) Fyrirgefið, í hvers konar bull erum við mætt í þessum sal? Er ekki rétt að menn taki þátt í óundirbúnum fyrirspurnum og taki þá við þeim svörum sem gefin eru? Ef menn eru ósáttir geta þeir næst komið með skriflegar fyrirspurnir. Ekki tala svona niður til fólks eins og hér séu allir hálfvitar nema sá sem stendur í pontu hverju sinni.