144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

svör við fyrirspurn.

[16:32]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur, það á ekki að tala niður til fólks og láta eins og allir aðrir séu hálfvitar, en mér finnst mjög mikilvægt að við þingmenn getum gert ráð fyrir því að hæstv. ráðherrar svari spurningum okkar skýrt. Hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir spurði hæstv. húsnæðismálaráðherra hvort húsnæðisfrumvörp hennar nytu stuðnings í ríkisstjórninni. Hæstv. ráðherra benti á ríkisfjármálaáætlunina, væntanlega því til sönnunar að frumvörpin nytu stuðnings. Í einni setningu þar stendur að unnið sé að þessum tillögum. Svo er önnur sem segir að ef kjarasamningar fari úr böndum sé ekki víst að þau nái fram að ganga. Gat hæstv. ráðherra ekki sagt annaðhvort já eða nei? Hæstv. ráðherra svaraði ekki spurningunni og það er (Forseti hringir.) óásættanlegt. (RR: Sagði sá ráðherra sem svaraði engu.)