149. löggjafarþing — 87. fundur,  1. apr. 2019.

skógar og skógrækt.

231. mál
[16:15]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka enn og aftur umræðuna um þetta sem er mikilvægt að komi upp samhliða umfjöllun um frumvarpið. Ég þekki ekki skipulagslögin nægilega vel til að tilgreina með hvaða hætti tekið er á þessu þar. En það er auðvitað afskaplega mikilvægt, eins og ég sagði áður, að í vinnslu áætlunarinnar verði tekið tillit til sem fjölbreyttastra sjónarmiða, hvort sem þau snúa að öryggismálum, verndun annars gróðurs, að uppbyggingu auðlinda, timburauðlinda, að því að skapa öruggt umhverfi fyrir byggð, hvort sem er í strjálbýli eða þéttbýli o.s.frv.