138. löggjafarþing — 87. fundur,  8. mars 2010.

staðan að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[15:07]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Samkomulag er um tilhögun umræðunnar. Í fyrri umferð hefur forsætisráðherra átta mínútur til framsögu og talsmenn annarra flokka fimm mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver þingflokkur þrjár mínútur og forsætisráðherra þrjár mínútur í lokin. Þingmaður utan flokka hefur þrjár mínútur.