138. löggjafarþing — 87. fundur,  8. mars 2010.

heillaóskir til litháísku þjóðarinnar.

431. mál
[16:50]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég gat því miður ekki verið viðstödd fyrri umræðu, en vil undirstrika þá afstöðu okkar sjálfstæðismanna að eins og aðrir þingmenn í utanríkismálanefnd tökum við heils hugar undir þær heillaóskir sem við sendum litháísku þjóðinni í tilefni af 20 ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingar þeirrar þjóðar. Við höfum stutt þessa tillögu sem var náttúrlega á sínum tíma merkileg fyrir margra hluta sakir fyrir litháísku þjóðina. Það var mikilvægt fyrir hana að taka þetta skref, en líka var það mikilvægt fyrir okkur að undirstrika að við stöndum með stórum sem smáum þjóðum þegar kemur að sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og styðjum þær í frekari viðleitni til þess að öðlast og efla lýðræði. Við sjálfstæðismenn undirstrikum að við stöndum að þessari tillögu og óskum forseta farsældar í þeirri ferð sem á hún núna fyrir höndum til Litháens.