144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

eftirlit með gistirými.

617. mál
[19:22]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að varpa ljósi á þetta mál. Þó að ég hafi ekki getað gefið fyllri svör en þetta er umræða um málið að minnsta kosti hafin hér í þingsölum og það held ég að sé mikilvægt.

Ég þekki ekki þann lista sem hv. þingmaður nefnir og hefur væntanlega verið sendur í annað ráðuneyti, ég kannast að minnsta kosti ekki við að hann sé í innanríkisráðuneytinu. Ég tel að menn muni skoða málið þar, þeir hljóta að gera það. Ég held líka að það frumvarp sem hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra er með í burðarliðnum opni sannarlega á þetta mál og það er líka mjög brýnt. Við vitum að það hefur orðið sprenging á þessu sviði og oft þegar svo er eru stjórnvöld svolítið á eftir í málinu. Við þurfum að koma því í lag og gefa okkur svolítinn tíma til þess. En frekari svör hef ég ekki tök á að gefa á þessu stigi.