145. löggjafarþing — 87. fundur,  14. mars 2016.

sáttamiðlun í sakamálum.

503. mál
[16:17]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þessa umræðu sem ég tel mikilvæga og snúast um úrræði sem við ættum að ræða meira og skoða í breiðara samhengi sem lausn í sakamálum.

Undir dagskrárliðnum störf þingsins 4. mars 2015 vakti ég athygli á bréfi sem umboðsmaður barna sendi hæstv. innanríkisráðherra í febrúar 2015. Í því bréfi var meðal annars fjallað um sáttamiðlun og mikilvægi þess að hún sé í boði fyrir börn sem brotið hafa af sér.

Mig langar að nota tækifærið og hvetja hæstv. innanríkisráðherra til að koma á markvissri vinnu til að auka veg þessa úrræðis þannig að tryggt sé að það sé í boði fyrir börn sem hafa brotið af sér, en einnig á breiðari vettvangi. Mig langar þá að minna á heimsókn Clare McGlynn, sem er prófessor í lögfræði í Bretlandi, sem hefur meðal annars (Forseti hringir.) rannsakað sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum.