149. löggjafarþing — 87. fundur,  1. apr. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur.

762. mál
[21:29]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa ábendingu, að það séu til dæmi þess að þeir sem eru rétthafar falli ekki inn í þá meginhugsun frumvarpsins að það séu viðurkennd heildarsamtök sem sjái um að innheimta og skila höfundaréttargreiðslum. Ég vænti þess að þetta atriði þurfi að rýna betur í nefndarstarfinu og býð fram alla góða aðstoð úr fjármálaráðuneytinu til þess.