154. löggjafarþing — 87. fundur,  18. mars 2024.

heilbrigðiseftirlit.

39. mál
[17:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Gott og blessað að samræma reglur o.s.frv. en það þarf líka að fara eftir reglum, eins og hefur kannski komið aðeins fram hérna áður. Í því ljósi finnst mér mjög áhugavert þegar maður fer í heimsókn hingað og þangað, t.d. á Litla-Hraun, þar sem hver maður ætti að sjá að er ekki starfandi, búandi eða dveljandi á nokkurn hátt, þá veltir maður því sjálfkrafa fyrir sér af hverju heilbrigðiseftirlitið er ekki búið að loka þessu pleisi — afsakið slettuna en ég held að hún sé viðeigandi í þessu tilviki. Já, gott og blessað að samræma en við þurfum líka að fara eftir alla vega þeim reglum sem eru til.