143. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2014.

frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE.

536. mál
[00:05]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ólíkt þingmanninum er ég ekki löglærður en mér virðist af svari hans að það sé einsdæmi að Alþingi hafi sett lög á yfirvinnubann. Mér finnst það umhugsunarefni fyrir þingheim að grípa til lagasetningar gegn slíkri aðgerð. Sannarlega er yfirvinnubann mildari aðgerð í vinnudeilu en verkfall sem sett hafa verið lög á áður.

Ég hlýt þá að spyrja hv. þingmann: Telur hann minni almannahagsmuni í húfi í deilunni við Isavia, í deilunni í framhaldsskólunum, í því boðaða verkfalli Félags háskólakennara sem er yfirvofandi eða telur hann að þar séu fyrir hendi sömu eða meiri almannahagsmunir og hér? Væri út frá þeim sjónarmiðum réttlætanlegt og efnisforsendur (Forseti hringir.) uppfylltar fyrir því að Alþingi gæti sett lög á þær deilur?