149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[18:39]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, sjálfsagt er mjög gott að fara í allsherjaráhættumat í þessum efnum. Ég ætla ekki setja mig á móti því. En eins og ég hef sagt áður erum við hér að bregðast við ólögmætu ástandi með eins skjótum hætti til að forða skattgreiðendum frá miklu tjóni. Það er enginn tími til að fara í eitthvert alþjóðlegt áhættumat með þetta allt saman. (Gripið fram í.)— Nei. En við höfum þó niðurstöðuna frá smitsjúkdómalækni og sóttvarnalækni, þannig að mér finnst undirbúningurinn fyrir þetta eins góður og hægt er að hafa hann og einhver frestun eða seinkun á því yrði bara til tjóns og gæti orðið mikið tjón sem ég vil ekki leggja á skattgreiðendur.