131. löggjafarþing — 88. fundur,  14. mars 2005.

Íslenskun á ræðum æðstu embættismanna.

175. mál
[18:28]

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Örstutt. Ég heyrði þau tíðindi nýverið að eitt fyrsta erindið sem barst inn á borð stjórnarskrárnefndar hafi verið frá Íslenskri málnefnd um að íslenskan yrði ríkismál, þess yrði sérstaklega getið í hinum væntanlegu stjórnarskrárbreytingum.

Ég tek sjálfur undir þá tillögu að þingsályktun sem hér er til umræðu. Við eigum að sýna eins mikinn metnað fyrir íslenskri tungu og okkur er framast unnt.