145. löggjafarþing — 88. fundur,  15. mars 2016.

svar við fyrirspurn.

[14:17]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Forseti. Varðandi það sem var nefnt hér síðast í síðustu ræðu, lesin upp ein spurning — ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess er svarið að finna þar. (SII: Svaraðu …)Hluturinn var ekki — ef ég mætti aðeins halda áfram án þess að síðasti ræðumaður sé í samskiptum við mig hér — auglýstur til sölu. Það kemur fram í svarinu eins og menn sjá ef þeir hafa ekki í bræðiskasti sleppt því að lesa svarið. Það sem liggur núna fyrir er að ég hef sem ráðherra farið fram á að allt sem varðar sölu Landsbankans á hlutnum í Borgun verði dregið fram og upplýst. Þingmenn hafa verið með stjórn Bankasýslunnar og framkvæmdastjóra á fundum í fjárlaganefnd og fengið að rekja úr þeim garnirnar um allt það sem hægt er að fá upplýsingar um og snertir þau atriði sem hér er verið að spyrja um. (Forseti hringir.) Hættið nú þessu leikriti, hv. þingmenn, sem koma hér upp og láta sem það sé verið að reyna að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið. Það er beinlínis búið að fara fram á að allt verði dregið fram og málið er enn í ferli. (Forseti hringir.) Lesið svo fylgigögnin vegna þess að þar er að finna upplýsingarnar sem menn þykjast vera að leita svara við.