151. löggjafarþing — 88. fundur,  3. maí 2021.

samstæðureikningar sveitarfélaga.

[14:21]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Bergþóri Ólasyni fyrir fyrirspurnina. Því er til að svara að eins og fram kom í máli hans tók ráðuneytið sig til og skýrði stöðuna, að mínu mati, í bréfi sínu. Mér er ekki kunnugt um að við höfum hafið neina sérstaka skoðun í kjölfarið, enda er ekki mjög langur tími liðinn frá því að bréfið fór út og kannski rétt að kanna niðurstöður og viðbrögð sveitarfélaganna áður. Mér finnst koma til greina að sé enn uppi einhver misskilningur á túlkun þessa máls, að skýra hann enn frekar áður en lengra er haldið. Ef nauðsynlegt reynist að koma fram með lagabreytingar þyrfti að fara að vinna að því svo þær gætu þá komið fram næsta vetur. En kannski væri það fyrsta að skýra þær betur ef einhver misskilningur er í gangi um túlkun þessa álits.