151. löggjafarþing — 88. fundur,  3. maí 2021.

lögreglulög o.fl.

365. mál
[17:18]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það megi í stuttu máli lýsa þessu svo: Við hlýddum auðvitað á sjónarmið eftirlitsnefndarinnar en hún færði fram þau sjónarmið að afhending gagna frá einstökum embættum gengi ekki alltaf nægilega vel, að það tæki of langan tíma og nefndin teldi sig ekki alltaf fá þau gögn sem hún þyrfti, alla vega ekki nægilega hratt og örugglega. Við segjum sem svo: Við tökum undir þau sjónarmið en við lítum þannig á að skylda embættanna til að afhenda gögnin sé alveg ótvíræð og það kalli í sjálfu sér ekki á neinar breytingar að árétta það sjónarmið.