Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

matvæli og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

475. mál
[14:07]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Mig langaði bara að koma hér örstutt upp og hvetja þingmenn, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, til að styðja þetta mál. Þetta er mikilvægt mál að því leyti að auðvelda innflutning á lífrænum matvælum, sér í lagi frá Bretlandi núna eftir Brexit. Það hefði því miður þurft að koma fram miklu fyrr vegna þess að þeir sem hafa verið að flytja inn vörur frá Bretlandi, lífrænar vörur, hafa þurft að fara í aukakostnað fyrstu sex mánuði ársins. Vonandi mun það ekki lengur verða vandamál eftir að við höfum afgreitt frumvarpið og gert það að lögum. Það er von mín að þingheimur styðji þetta mjög vel.