Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

hjúskaparlög.

163. mál
[19:20]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Það er ekki oft sem ég sakna hv. þm. Jóns Gunnarssonar, en hvar er hann þegar ég ætla að þakka honum? Takk fyrir að koma með þetta frumvarp inn í þingið og klára þannig vegferð sem hófst hér fyrir fjórum árum þegar ég lagði fram fyrirspurn sem leiddi í ljós að undanþáguheimild frá aldursákvæði hjúskaparlaga væri í alvöru notuð hér á landi. Land sem hefur getið sér gott orð um allan heim fyrir að berjast gegn barnahjónaböndum leyfði þau heima hjá sér og praktíseraði það meira að segja. Svo lagði ég fram frumvarp fyrir tveimur árum en það kláraðist ekki. En elsku Jón minn kláraði það, loksins.