Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

áhafnir skipa.

185. mál
[19:34]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég get ekki annað en tekið undir orð hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar að það skortir ögn á hlustun á þá sem skipa áhöfn skipa. Það er jú fólk sem málið varðar og það er ögn kúnstugt að sneiða hjá áhyggjuröddum þeirra sem hafa sent ekki bara okkur í hv. umhverfis- og samgöngunefnd heldur öllum þingheimi ákall um að á þau sé hlustað. Ég fagna því að málið sé að fara aftur inn í nefndina því ég held að við þurfum að hlusta.