Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025.

415. mál
[22:04]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Bryndís Haraldsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek undir þetta. Þetta er bara ein af stærstu áskorunum í heilbrigðismálaflokknum, að tryggja hæft og gott starfsfólk til starfa sem er tilbúið að vinna þessa vinnu. En af því að hv. þingmaður nefnir Noreg og það sem gerðist hér eftir hrun þá vil ég minna á þá aðgerð sem farið hefur verið í þar sem við höfum verið að létta álag á vaktavinnufólki og vinnutímastyttingu þar. Það er einmitt aðgerð til að koma til móts við þetta. Það er síðan mjög erfitt auðvitað að við fórum í gegnum eitt stykki heimsfaraldur þar sem mest reynir á heilbrigðisstarfsfólk og álagið hefur verið gígantískt, ég held að við getum öll tekið undir það. En ég er sammála hv. þingmanni að þetta er ein af okkar stærstu áskorunum.