132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Varnir gegn fisksjúkdómum.

596. mál
[21:18]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frumvarpi á þskj. 880, sem er 596. mál. Um er að ræða frumvarp til laga um varnir gegn fisksjúkdómum, en frumvarp þetta er eitt fjögurra fylgifrumvarpa með frumvarpi til laga um lax- og silungsveiði.

Ákvæði um varnir gegn fisksjúkdómum komu fyrst inn í lög um lax- og silungsveiði með lögum nr. 53/1957. Allmiklar breytingar voru á þeim reglum gerðar með lögum nr. 76/1970, sem að stærstum hluta eru í óbreyttri mynd í lögunum, sbr. X. kafla laganna. Ekki eru með frumvarpi þessu fyrirhugaðar neinar verulegar efnisbreytingar á gildandi reglum.

Í I. kafla frumvarpsins er fjallað um markmið, gildissvið, skilgreiningar og stjórnsýslu, í II. kafla er fjallað um innflutning á lifandi fiski og hrognum, í III. og IV. kafla er að finna almenn ákvæði. Ég vil að öðru leyti vísa til greinargerðar með frumvarpinu og athugasemda með því.

Hæstv. forseti. Að lokinni þessari umræðu legg ég til að frumvarpinu verði vísað til 2. umr. og hv. landbúnaðarnefndar.