141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

sameining rannsóknarnefnda í rannsóknarnefnd samgönguslysa.

609. mál
[15:29]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni nokkuð sérkennilegt mál. Það lá fyrir í umsögnum þeirra aðila, sem þær veittu, verulegar efasemdir allra sérfræðinga um málið, að skynsamlegt væri að ráðast í að sameina þessar stofnanir hvort sem um var að ræða fjárhagsleg rök eða annað. Alveg sérstaklega gerðu menn athugasemdir við faglega þáttinn. Óvíst er að af þessari sameiningu hljótist nokkur sparnaður og faglegi þátturinn mun ekki styrkjast við hana. Það var mat þeirra sem gerst til þekkja.

Nú var búið að samþykkja málið og þetta eru afleiðingar þess. Ég vil vekja á athygli þessu, ég held að við höfum gert mistök þegar Alþingi samþykkti málið upphaflega en þar sem búið er að samþykkja það og þetta er afleiðing þess þá mun ég sitja hjá í málinu.