144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

704. mál
[18:49]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er einmitt þetta, tilgangurinn er góður en það er annað að ná utan um þetta. Hvað hvetur mig til að skrá íbúðina mína til leigu og borga 8.000 kr. gjald í stað þess að halda áfram, eins og margir gera í dag, að leigja húsnæði mitt út án þess að spyrja kóng eða prest? Ég velti því fyrir mér hvernig við fáum fólk til að skrá sig, hvað það sé sem eigi að ýta því út í það. Mér finnst í raun ekkert koma fram í frumvarpinu sem beinlínis rekur fólk til að skrá sig.

Það er annað sem mig langaði til að spyrja hæstv. ráðherra um, það er í 5. gr. varðandi fjölbýli. Það er lítill tími eftir, ég kem kannski betur inn á það í ræðu minni á eftir, en það er varðandi fjöleignarhús. Ég hef áhyggjur af því, þrátt fyrir að hér sé vísað í 27. gr., að einhver geti leigt íbúðina sína og sá aðili taki engan þátt í sameiginlegu starfi húsfélagsins, eins og þrifum eða einhverju slíku sem íbúar í fjölbýlishúsum skipta oft á milli sín.