Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 89. fundur,  14. júní 2022.

Slysavarnaskóli sjómanna.

458. mál
[00:42]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Mig langaði bara að segja að það er ánægjulegt að við séum hér að gera breytingar, aðallega tæknilegar breytingar, á þessum hlutum, enda um 30 ár síðan þessi lög voru sett. Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985 og þar hafa um 60.000 sjómenn verið þjálfaðir. Það er vert að taka það fram að á þeim tíma þegar skólinn var stofnaður voru banaslys á sjó um tíu á ári að meðaltali en ekkert banaslys hefur orðið á sjó síðastliðin fimm ár.