Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 89. fundur,  13. júní 2022.

geðheilbrigðismál eldra fólks.

[12:16]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina og það sem hann kom hér að síðast. Já, ég tel það algerlega óhjákvæmilegt og hjúkrunarheimilin hafa verið að grípa þetta verkefni í auknum mæli og það er okkur algjörlega nauðsynlegt. Þau hafa gert það ágætlega. Við verðum að nýta öll úrræði og nýta utanspítalaúrræðin, geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar, sálfræðiþjónustu og geðlæknaþjónustu og svo hjúkrunarheimilin eins og þau hafa verið að bregðast við því að einhvers staðar verðum við að takast á við þetta. Það kemur líka fram í drögum að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða, að nýta úrræði utan spítala. Það er mjög mikilvægt. En því miður þegar kemur að mönnun þá höfum við ekki hugað nægilega vel að þessum þætti, að mennta sérstaklega öldrunargeðlækna til að takast á við þetta verkefni og það er eitthvað sem við verðum að huga að. Og af því að við erum að tala um skýrslur þá kemur líka fram í skýrslu McKinsey (Forseti hringir.) að við þurfum að skilgreina mjög vel hlutverk og þjónustu og þar á meðal þennan þátt þjónustunnar.