Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 89. fundur,  13. júní 2022.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

168. mál
[12:45]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta er mjög mikilvægt mál sem við fjöllum um hér, jafna meðferð utan vinnumarkaðar, fjölgun mismununarþátta. Ég tek það fram að hér er verið að uppfæra löggjöfina í samræmi við það sem gerist á vinnumarkaði. Hún er bara keimlík. Sem framsögumaður málsins, það hefur greinilega ekki komist til skila, finnst mér sjálfsagt að taka málið aftur inn í nefnd og reyna að sætta sjónarmiðin sé þess einhver kostur og geri það hér með. En ég ítreka að þetta mál hefur ítrekað verið rætt í nefndinni og vel farið yfir það og ég tel mjög mikilvægt að við löndum því hér fyrir þinglok.