Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 89. fundur,  13. júní 2022.

fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027.

513. mál
[16:16]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Hér er nefnt að þetta snúist bara um tekjur og gjöld. Þetta er ekki í sjálfu sér ekki flóknara en það. En einhvern veginn finnst manni eins og verið sé að fela þetta í einhverju orðskrúði sem erfitt er að skilja. En mig langar að nefna, af því að verið er að tala um að það geti verið að ákveðnir hlutir séu ekki fullfjármagnaðir þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi sagt það, að í einni umsögn sem við fengum frá BHM eru lagðar fram tillögur um hækkun tekna eða aukningu tekna ríkissjóðs og þar er m.a. talað um hækkun fjármagnstekjuskatta. Það er talað um endurgreiðslu sértækra stuðningsráðstafana þar sem fyrirtæki eru hreinlega krafin um að endurgreiða stuðningsúrræðin, fyrirtæki sem skila verulegum hagnaði. Varanleg lækkun bankaskatts er dregin til baka og síðan er eitthvað sem heitir hvalrekaskattar. Þetta hafa einhverjir ráðherrar tekið undir að gera. Kom það aldrei til greina að auka tekjur ríkissjóðs með þessum hætti í staðinn fyrir að leggja bara aukakrónur á brennivín í fríhöfninni?